Landspítali Háskólasjúkrahús, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Málsaðilar
Þorkell Magnússon
Skipulags- og samgönguráð nr. 46
4. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Þorkels Magnússonar dags 9. júlí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala Háskólasjúkrahúss. Í breytingunni felst að byggingareit fyrir bílastæðahús er breytt og hann færður 10 metrum sunnar á lóð, byggingareitur á þaki meðferðarkjarna færður og viðbygging allt að 12m2 heimiluð, nýr 16 m2 byggingareitur fyrir rofastöð Veitna og hjólaskýli við Læknagarð fært til, samkvæmt uppdr. Spital dags. 9. júlí 2019 og breytt 23. ágúst 2019. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.  Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Gestir
Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.