Gufunes, Jöfursbás 11, breyting á deiliskipulagi
Gufunes (02.2)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 42
3. júlí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Yrki arkitekta ehf. dags 27. júní 2019, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Gufunes vegna lóðarinnar nr. 11 við Jöfursbás. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar úr 4771 m2 í 5641 m2. Ekki er gert ráð fyrir að byggt verði neðanjarðar, hámarks byggingarhæð verði lækkuð úr 7 hæðum í 5 hæðir, fallið verði frá kröfu um bílastæði á lóð, bílastæðaþörfin er reiknuð út sem 1 stæði per 120m2 íbúðarhúsnæðis, gert er ráð fyrir minni íbúðum en tilgreint er í almennum skilmálum, aðkoma neyðarbíla og lestunar/losunar bíla innan lóðar verði tryggð, gert verði ráð fyrir djúpgámum á lóðinni, gert verði ráð fyrir allt að 130 íbúðum á lóðinni, lóðarmörk verði færð 7m vestur og 15,8m til suðurs og fl. ásamt skilmálabreytingum samkvæmt uppdrætti Yrki arkitekta ehf. dags 27. júní 2019.  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.
Gestir
Birkir Ingibjartsson, verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.