Holtavegur 23, Langholtsskóli, breyting á deiliskipulagi
Holtavegur 23 (01.430.1)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 31
13. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 7. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heimahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Holtaveg. Í breytingunni felst að stækka núverandi byggingarreit fyrir færanlegar kennslustofur á austurhluta lóðarinnar og gert er ráð fyrir allt að sex kennslustofum á reitnum, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. mars 2019. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.
Gestir
Sólveig Sigurðardóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.