Elliðabraut 4-22, breyting á deiliskipulagi
Elliðabraut 4 (04.772.3)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 32
20. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 21. febrúar 2019 ásamt greinargerð dags. 28. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðanna nr. 4-22 við Elliðabraut. Í breytingunni felst að stækka afmörkun deiliskipulags að Breiðholtsbrautinni að núverandi göngustíg frá undirgöngum úr Víðidal að Björnslundi og að hringtorgi við Þingtorg, gera hljóðmön og göngu- og hjólastíg milli Breiðholtsbrautar og Elliðabrautar 4-22, fjölga íbúðum við Elliðabraut 12-22, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 4. mars 2019. Einnig er lögð fram hljóðskýrsla verkfræðistofunnar Eflu dags. 19. mars 2019. 
Svar

Kl. 11:45 Hildur Björnsdóttir víkur af fundi 

Gestir
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.