Veltusund 3B, breyting á deiliskipulagi
Veltusund 3B (01.140.2)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 30
6. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Lögmanna Sundagörðum dags. 22. mars 2018, f.h. lóðarhafa, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 3B við Veltusund, samkvæmt beiðni  um endurupptöku frá 22. mars 2018. Í breytingunni felst að heimilt er að vera með gististarfsemi á efri hæðum hússins. Einnig er lagt fram minnisblað Daða Björnssonar ódags., úttekt á hlutfalli húsrýmis í notkun til gistiþjónustu Kvosinni dags. 15. apríl 2018 og úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 6. desember 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2019. Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2019.  Vísað til borgarráðs.
Svar

Fulltrúar sjálfstæðisflokksins sitja hjá og bóka: Miklar breytingar hafa verið á heimildum vegna gististarfssemi í miðborg Reykjavíkur á undanförnum árum. Fjölmargir aðilar hafa unnið að gerð gistiíbúða og fengið samþykktar teikningar hjá borginni. Ástæða er til að endurskoða þær reglur sem í gildi eru með tilliti til þeirrar stöðu sem er í miðborginni. Hætta er á að fjölmargar einingar nýtist illa sem íbúðir og sé bannað að nýta í gistingu. Slíkt gagnast engum. Rétt væri að skoða aðlögun að breyttum veruleika með heildstæðri endurskoðun. 

Gestir
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.