Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, forsögn
Kirkjusandur 2 (01.345.1)
Síðast Vísað til borgarráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Málsaðilar
Jónas Þór Jónasson
Skipulags- og samgönguráð nr. 65
4. mars, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram skipulagslýsing ("Forsögn") Íslandssjóða dags. 13. febrúar 2020 vegna breytinga á lóð nr. 2 við Kirkjusand. Íslandssjóðir hafa óskað eftir samstarfi við Reykjavíkurborg um ferli um deiliskipulagsbreytingu þar sem m.a. verður skoðað að breyta landnotkun og auka byggingarmagn á lóðinni m.v. gildandi deiliskipulag. Skipulagslýsingin er unnin í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið og munu Íslandssjóðir kaupa hugmyndir af nokkrum arkitektastofum um hönnun lóðarinnar og tengsl hennar við nærliggjandi umhverfi og atvinnusögu svæðisins.  Samþykkt.  Vísað til borgarráðs.
Gestir
Bjargey Björgvinsdóttir og Jónas Þór Jónasson frá Íslandssjóði og Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Með skipulagslýsingunni er stefnt að fjölgun íbúða á Kirkjusandsreitnum, sem tónar vel við skipulagsáherslur borgarinnar. Verkkaupi mun efna til samkeppni um endurskipulag reitsins þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð og að að gamla frystihúsið verði endurbyggt en þó miðað nútímakröfur með tilliti til notkunar, aðstöðu og staðsetningar. Stefnt er að því að stór hluti nýrra íbúða á reitnum verði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Mikilvægt að huga að skólamálum vegna fjölgunar íbúða í hverfinu.
105 Reykjavík
Landnúmer: 104043 → skrá.is
Hnitnúmer: 10016622