Snorrabraut 60, breyting á deiliskipulagi
Snorrabraut 60 (01.193.4)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 30
6. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Helgu Bragadóttur f.h. Snorrahús ehf. dags. 6. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 60 við Snorrabraut. Í breytingunni felst hækkun og stækkun á viðbyggingu hússins, breyting á lóðarmörkum, breyting á bílastæðum o.fl., samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 5. febrúar 2018 uppf. 30. ágúst 2018. Einnig eru lagðir fram minnispunktar Glámu Kím af fundi 9. mars 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018. Erindi er lagt fram að nýju ásamt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdrætti dags. 4. október 2018. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2018 til og með 7. janúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Snorrabúð ehf og Feld verkstæði ehf. dags. 3. janúar 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. janúar 2019 og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lagt fram samþykki Snorrabúðar ehf og Feld verkst. dags. 24. janúar 2019. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. mars 2019. Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. mars 2019. Vísað til borgarráðs.
Gestir
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.