Furugerði 23, breyting á deiliskipulagiArkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 ReykjavíkEA11 ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
Furugerði 23 (01.807.4)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 31
13. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. EA11 ehf. mótt. 14. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 23 við Furugerði. Í breytingunni felst að fjarlægja núverandi mannvirki og koma fyrir íbúðum á lóð. Nýir byggingarreitir verði skilgreindir á lóðinni sem skipt er upp í reit A og reit B og lóð sameinuð, kvöð um nýtingu lóðar fyrir götu á reit B verður aflétt o.fl., samkvæmt uppdráttum Arkís arkitekta ehf. dags. 23. október 2018. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 19. janúar 2018, afrit af bréfi Láru Áslaugar Sverrisdóttur dags. 4. febrúar 2018 og 16. mars 2018 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. maí 2018. Tillaga var auglýst frá 23. nóvember 2018 til og með 7. janúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Nína Petersen dags. 31. desember 2018, Jóhanna Þórunn Ásgrímsdóttir og Hermann Þór Gíslason dags. 2. janúar 2019, Ólöf Jóhannsdóttir dags. 3. janúar 2019, Guðrún S. Gröndal og Þuríður Vigfúsdóttir f.h. aðgerðarhóps íbúa við Furugerði og Espigerði dags. 3. janúar 2019, Helga Helgadóttir og Kristinn Zimsen dags. 4. janúar 2019, Ingibjörg Halldórsdóttir f.h. íbúa að Furugerði 10 og 12, dags. 4. janúar 2019, Jimmy Wallster og Sólrún Guðjónsdóttir dags. 6. janúar 2019, Viðar Hjartarson og Guðrún Bóel Guðjónsdóttir, dags. 6. janúar 2019 og Garðar Friðrik Harðarson dags. 7. janúar 2019.  Leiðrétt bókun frá fundi skipulags- og samgönguráðs frá 6.mars 2019. „Athugasemdir kynntar. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: Miðflokkurinn tekur heilshugar undir athugasemdir íbúa hvað varðar fjölda íbúða í fyrirhuguðu breyttu deiliskipulagi við Furugerði, með tilheyrandi vandamálum sem ljóst er að fylgja. Að fjölga íbúðum úr 4 – 6 í 32 er ekki ásættanlegt. Miðflokkurinn leggur til að fundin verði lausn í sátt við íbúa, t.d. með fækkun íbúða, lækkun bygginga ofl. Rétt bókun er: Athugasemdir kynntar. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: Miðflokkurinn tekur heilshugar undir athugasemdir íbúa hvað varðar fjölda íbúða í fyrirhuguðu breyttu deiliskipulagi við Furugerði, með tilheyrandi vandamálum sem ljóst er að fylgja. Að fjölga íbúðum úr 4 – 6 í 32 er ekki ásættanlegt. Miðflokkurinn leggur til að fundin verði lausn í sátt við íbúa, td. með fækkun íbúða, lækkun bygginga ofl. Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins bókar: Flokkur fólksins leggur til að hlustað verði að athugasemdir íbúa í við Furugerði og tekið tillit til þeirrar umræðu er fram fór í Skipulags- og samgönguráði á fundi 30 6. mars 2019. Jafnframt er bent á að byggingamagnið sé of mikið og að nægjanlegt sé að húsin verði aðeins tveggja hæða. Ef um slétt þak á húsunum er að ræða þá er lagt til að hannaður verði garður ofan á húsunum, íbúum þeirra til yndisauka, þar sem lítill möguleiki er á að hafa suðurgarða fyrir framan húsin við Bústaðaveg.