Furugerði 23, breyting á deiliskipulagiArkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 ReykjavíkEA11 ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
Furugerði 23 (01.807.4)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 41
26. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. EA11 ehf. mótt. 14. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 23 við Furugerði. Í breytingunni felst að fjarlægja núverandi mannvirki og koma fyrir íbúðum á lóð. Nýir byggingarreitir verði skilgreindir á lóðinni sem skipt er upp í reit A og reit B og lóð sameinuð, kvöð um nýtingu lóðar fyrir götu á reit B verður aflétt o.fl., samkvæmt uppdráttum Arkís arkitekta ehf. dags. 23. október 2018 síðast breytt 20. júní 2019. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 19. janúar 2018, afrit af bréfi Láru Áslaugar Sverrisdóttur dags. 4. febrúar 2018 og 16. mars 2018 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. maí 2018. Tillaga var auglýst frá 23. nóvember 2018 til og með 7. janúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Nína Petersen dags. 31. desember 2018, Jóhanna Þórunn Ásgrímsdóttir og Hermann Þór Gíslason dags. 2. janúar 2019, Ólöf Jóhannsdóttir dags. 3. janúar 2019, Guðrún S. Gröndal og Þuríður Vigfúsdóttir f.h. aðgerðarhóps íbúa við Furugerði og Espigerði dags. 3. janúar 2019, Helga Helgadóttir og Kristinn Zimsen dags. 4. janúar 2019, Ingibjörg Halldórsdóttir f.h. íbúa að Furugerði 10 og 12, dags. 4. janúar 2019, Jimmy Wallster og Sólrún Guðjónsdóttir dags. 6. janúar 2019, Viðar Hjartarson og Guðrún Bóel Guðjónsdóttir, dags. 6. janúar 2019 og Garðar Friðrik Harðarson dags. 7. janúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2019. Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa 24. júní 2019 og einnig samþykktir uppdrættir Arkís arkitekta ehf. dags. 23. október 2018 síðast breytt 20. júní 2019. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. Vísað til borgarráðs.
Svar

Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingar og fulltrúi Viðreisnar bóka: „Tillaga Arkís arkitekta að nýjum íbúðum við Furugerði 23 hefur tekið talsverðum breytingum til samræmis við athugasemdir íbúa sem bárust við fyrri deiliskipulagsauglýsingu. Húsin hafa verið lækkuð úr þremur hæðum í tvær. Þau hafa einnig verið færð fjær núverandi fjölbýlishúsabyggð og dvalarsvæði íbúa fært að norðurhlið húsanna þar sem hljóð- og svifryksmengun frá Bústaðarvegi verður talsvert minni. Einnig hefur breyting verið gerð á B-reit sem felur nú í sér raðhúsabyggð í stað fjölbýlis. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata fagna þessari uppbyggingu og áorðnum breytingum á deiliskipulagstillögunni, enda eftirsótt svæði í nálægð við almenningssamgöngur, skóla og stóra vinnustaði Reykjavíkur og í samræmi við markmið gildandi Aðalskipulags Reykjavíkur.“

Gestir
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.