Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, breyting á aðalskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 38
29. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík dags. uppf. 29. maí 2019. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla Alta dags. uppf. 29. maí 2019, ásamt tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 dags. 29. desember 2018, uppf. 29. maí 2019. Jafnframt er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur og bréf Minjastofnunar Íslands dags. 17. júlí 2018. Kynning stóð til og með 20. september 2018. Eftirtaldir sendu umsagnir/athugasemdir: Orkustofnun dags. 12. september 2018, Vegagerðin dags. 19. september 2018, Faxaflóahafnir dags. 19. september 2018, Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 19. september 2018, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 19. og 20. september 2018, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 24. september 2018, Mosfellsbær dags. 24. september 2018, Umhverfistofnun dags. 3. október 2018, Minjastofnun Íslands dags. 3. október 2018, Kópavogsbær dags. 3. október 2018, Mosfellsbær dags. 15. október 2018 og Seltjarnarnesbær dags. 17. október 2018. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. .  Vísað í borgarráð.
Gestir
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir fulltrúi Alta og Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.