Sjómannaskólareitur, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 56
4. desember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu eru lagðar fram til kynningar innsendar athugasemdir við tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sjómannaskólareit 1.254.2.Í tillögunni felst uppbygging á lóð Sjómannaskólans fyrir allt að 150 nýrra íbúða á svæðinu fyrir eldri borgara, námsmenn, félagsbústaði og hagkvæmt húsnæði (almennar íbúðir). Auk þess verður bætt við byggingarheimildum fyrir biskupsstofu á lóð Háteigskirkju. Reiturinn afmarkast af Háteigsvegi til suðurs, Vatnsholti til austurs, Skipholti til norðurs, Nóatúni og lóð Háteigskirkju til suðurs og vesturs, samkvæmt uppdr. A2F arkitekta ehf. dags. 1. júlí 2019. Einnig er lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 18. apríl 2019 og Húsakönnun Borgarsögusafns móttekin í júní 2019 og samgöngumat EFLU dags. 3. júní 2019. Jafnframt er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. ágúst 2019. Tillagan var auglýst frá 30. ágúst 2019 til og með 11. október 2019. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Vinir Vatnshólsins dags. 1. október 2019 ásamt undirskriftarlista 261 aðila, Ólafur Þór Gunnarsson dags. 2. október 2019, Íbúafélagið Vinir Saltfiskmóans dags. 6. október 2019, Guðrún Steinarsdóttir dags. 8. október 2019, Jóhann Davíð Snorrason dags. 8. október 2019, María Dóra Björnsdóttir dags. 8. október 2019, Karl Thoroddsen dags. 9. október 2019, Perla Dís Kristinsdóttir dags. 9. október 2019, Réttur f.h. Ingu Birgittu Spur dags. 11. október 2019, Réttur f.h. Nóatún 31, húsfélag, dags. 11. október 2019, Agnar Hansson dags. 11. október 2019, Sunna Dögg Ásgeirsdóttir dags. 11. október 2019, Lóa Margrét Hauksdóttir ásamt undirskriftarlista dags. 11. og 22. október 2019, Marcos Zotes dags. 1. október 2019, Kristinn Pálsson dags. 11. október 2019 og Gerður Sveinsdóttir f.h. Húsfélagsins Skipholti 44-50 dags. 11. október 2019. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 16. október 2019 og ábending frá Guðna Magnúsi Eiríkssyni dags. 8. nóvember 2019. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. október 2019.  Kynnt.
Svar

Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: 

Gestir
Guðlaug Erna Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Komur og brottfarir
  • - Kl 10:25 tekur Daníel Örn Arnarsson sæti á fundinum.