Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 121
24. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagðar fram athugasemdir: Heiðdís Schell Traustadóttir dags. 26. júní 2021, Jóhanna Björk Gísladóttir dags. 8. júlí 2021, Svava Björg Hjaltalín Jónsdóttir f.h. eigenda við Akrasel 6 dags. 18. ágúst 2021, bókun fulltrúa í íbúaráði Breiðholts dags. 20. ágúst 2021, Helga Kristín Gunnarsdóttir f.h. Vina Vatnsendahvarfs dags. 20. ágúst 2021, Vegagerðin dags. 24. ágúst 2021 og svarbréf frá skipulagsdeild Kópavogs 26. ágúst 2021 ásamt umsögn umhverfissviðs Kópavogsbæjar 13. ágúst 2021.  Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 25. október 2021.  Tillagan var auglýst frá 29. júní 2021 til og með 31. ágúst 2021.
Svar

Kynnt.

Gestir
Ævar Harðarson deildarstjóri hverfisskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Mikilvægt er að þrengja ekki að veghelgunarsvæði Arnarnesvegar og afkastagetu hans til framtíðar. Þá væri rétt að skipuleggja Mjóddina í heild en í þessu hverfisskipulagi er þróunarsvæði Mjóddarinnar undanskilið.
  • Flokkur fólksins
    Nú blasir við að Arnarnesvegurinn verði umferðaræð með miklum umferðarþunga sem er líkleg til að hindra að þarna verði útivist. Þessi framkvæmd eyðileggur náttúru eins og er í  Vatnsendahvarfinu og efsta hluta Elliðaárdals. Fulltrúi Flokks fólksins er slegin yfir að sjá bréf frá Vegagerðinni og Kópavogsbæ sem viðkemur Arnarnesveginum. Kópavogur ætlar sér að stýra hvernig svæðum umhverfis Arnarnesveg verði ráðstafað í skipulagi „svo áframhaldandi afkastageta vegarins verði tryggð“ eins og segir í þeirra umsögn.  Áhersla Vegagerðarinnar er að Arnarnesvegurinn geti stækkað  og beri fleiri bíla í framtíðinni. Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að ef veghelgunarsvæði verði  stórt og það svæði  verði  nýtt mun það hafa slæm áhrif á íbúa og hindra þróunarmöguleikar fyrirhugaðs Vetrargarð.  Kópavogur hugsar aðeins um eigin hagsmuni í þessu sambandi og vill hafa áhrif á skipulagið við Arnarnesveg. Reykjavík leyfir hagsmunum þeirra að vera í fyrirrúmi. Engin virðing er borin  fyrir umhverfinu þarna í upphæðum. Fulltrúa Flokks fólksins finnst slæmt að Reykjavíkurborg skuli ekki taka þetta fastari tökum, ekki síst vegna vetrargarðsins sem Kópavogsbúar munu eflaust nota líka. Eru skipulagsyfirvöld virkilega sátt með það í allri sinni umræðu um grænar áherslur. Af hverju var ekki að leggja veginn í göng eða stokk til að vernda umhverfi, náttúru og útivistarmöguleika svæðisins?