Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 121
24. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagðar fram athugasemdir/ábendingar: Heiðdís Schell Traustadóttir dags. 26. júní 2021, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti dags. 2. júlí 2021, Björn Ólafsson mótt. 12. júlí 2021, ótilgreindur aðili, vegna umferðar við Austurberg, dags. 12. júlí 2021, Bókun fulltrúa í íbúaráði Breiðholts dags. 20. ágúst 2021, Vegagerðin dags. 24. ágúst 2021 og svarbréf frá skipulagsdeild Kópavogs 26. ágúst 2021 ásamt umsögn umhverfissviðs Kópavogsbæjar 13. ágúst 2021. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 25. október 2021. Tillagan var auglýst frá 29. júní 2021 til og með 31. ágúst 2021.
Svar

Kynnt.

Gestir
Ævar Harðarson deildarstjóri hverfisskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Mikilvægt er að þrengja ekki að veghelgunarsvæði Arnarnesvegar og afkastagetu hans til framtíðar. Þá væri rétt að skipuleggja Mjóddina í heild en í þessu hverfisskipulagi er þróunarsvæði Mjóddarinnar undanskilið.
  • Flokkur fólksins
    Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur hug á því að bjóða upp á nám í ræktun og sjálfbærni og segist vinna þannig að heimsmarkmiðum um loftslagsmál með beinum hætti. Til þess að þarf skólinn landsvæði fyrir skógræktarkennslu og matvælarækt. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur til að þetta verði kannað. Það virðist vera nauðsynlegt að slíkt svæði verði á nálægð við skólann. Hér er enn verið að fjalla um nágrenni Arnarnesvegarins sem er ekki góð framkvæmd fyrir Reykvíkinga en eflaust góð fyrir  Kópavog og Garðabæ, en ókostir snerta fyrst og fremst í búa í Efra - Breiðholti. Samkvæmt nýju hverfisskipulagi Breiðholts sést einnig vel að Arnarnesvegur mun liggja þétt upp við fyrirhugaðan Vetrargarð. Sleðabrautin, sem líklegt er að yngstu börnin muni nota mest, mun liggja næst fjögurra akreina stofnbrautinni og tvöföldu hringtorgi. Ekkert umhverfismat um það liggur fyrir, því ekki var gert ráð fyrir Vetrargarðinum í fyrra umhverfismati sem er nær tveggja áratuga gamalt. Vegurinn eins og hann er skipulagður í dag er ekkert annað en óafturkræf skipulagsmistök. Vegalagningunni hefur verið mótmælt af íbúum á öllum skipulagsstigum undanfarin 40 ár. Vinir Vatnsendahvarf og fjölmargir fleiri hafa kallað eftir að nýtt umhverfismat verði gert fyrir þessa framkvæmd. Breiðholtsbrautin er þegar sprungin sem umferðaræð.