Hverfisskipulag, Árbær 7.1 Ártúnsholt, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 49
25. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.1 Ártúnsholt dags. 14. desember 2018, br. 12. september 2019 ásamt almennri greinargerð og stefnu dags. 14. desember 2018, br. 12. september 2019 og skipulagsskilmálum dags. 14. desember 2018, br. 14. september 2019. Tillagan var auglýst frá 2. febrúar 2019 til og með 17. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: María Gísladóttir og Birgir Guðmundsson mótt. 25. febrúar 2019, Jóhann P. Jónsson mótt. 28. febrúar 2019, Þorsteinn Sigurðsson mótt. 10. mars 2019, Pálína Björnsdóttir mótt. 8., 11. og 14. mars 2019, Linda Björk mótt. 11. mars 2019, Hallur Steinar Jónsson og Jóhanna Valgerður Magnúsdóttir mótt. 12. mars 2019, Ragnar W. Hallbergsson mótt. 12. mars 2019, Björn H. Sigurðsson og Bryndís Magnúsdóttir mótt. 12. mars 2019, Ragnheiður Valdimarsdóttir dags. 12. mars 2019, Sigrún Hjartardóttir og Elvar Vilhjálmsson mótt. 13. mars 2019, Erla Rannveig Gunnlaugsdóttir og Pálmar Guðmundsson mótt. 13. mars 2019, Þorgeir Björnsson mótt. 13. mars 2019, Vilhelmína Sigurðardóttir dags. 13. mars 2019, Ingibjörg Tómasdóttir mótt. 12., 13. og 14. mars 2019, íbúar og fasteignaeigendur við Birtinga- og Bleikjukvísl, undirskriftalisti 101 aðili, mótt. 14. mars 2019, Bryndís Björnsdóttir og Magni Sigurður Sigmarsson dags. 14. mars 2019, Þór Austmar mótt. 15. mars 2019, Sigurður Ingvarsson og María Bjarnadóttir mótt. 15. mars 2019, Lovísa Hallgrímsdóttir f.h. Regnbogans leikskóla mótt. 15. mars 2019, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir f.h. eigenda Birtingakvíslar 50 dags. 16. mars 2019, Elísabet Jónsdóttir mótt. 16. mars 2019, Einar Guðberg Jónsson mótt. 17. mars 2019, Guðný Klara Kristjánsdóttir mótt 17. mars 2019, Ágústa Kristófersdóttir og Óli Jón Jónsson dags. 17. mars 2019, Sigurgeir A. Jónsson dags. 17. mars 2019, Inga Lára Karlsdóttir og Jökull Úlfarsson mótt. 17. mars 2019, Árný Þórarinsdóttir og Ragnar Jónsson mótt 17. mars 2019, Árný Þórarinsdóttir, Ragnar Jónsson, Ásdís Sigurgeirsdóttir og Þórarinn Klemensson mótt. 17. mars 2019, Anna Kristín Karlsdóttir og Lárus Þórhallsdóttir mótt. 17. mars 2019, Sigmundur Einarsson og Margrét I Kjartansdóttir mótt 17. mars 2019, Díana Hilmarsdóttir mótt. 17. mars 2019, Stefán Orri Stefánsson mótt 17. mars 2019, Snæbjörn Ingi Ingólfsson mótt. 17. mars 2019, Ingólfur Finnbogason mótt. 18. mars 2019 og Viktoría Áskelsdóttir mótt. 18. mars 2019. Einnig sendu eftirtaldar stofnanir inn umsagnir: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 20. mars 2019, Skipulagsstofnun dags. 29. mars 2019 og Veitur dags. 22. mars 2019.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2019. Samþykkt sbr. 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2019. Vísað til borgarráðs
Svar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka: Hverfisskipulag er til þess fallið að einfalda stjórnkerfið og auka gagnsæi fyrir íbúa um rétt þeirra í hverfunum. Að loknu ítarlegu samráðsferli hefur verið ákveðið að falla frá heimild til að reisa fjölbýlishús við Birtingarkvísl. Það er jákvætt að hér hafi verið komið til móts við þann vilja íbúana.

Gestir
Ævar Harðarson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.