(fsp) breyting á skilmálum deiliskipulags
Kirkjustétt 2-6
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 676
13. apríl, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn M fasteigna ehf., mótt. 20. júlí 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina 2-6 við Kirkjustétt. Í breytingunni felst að upphaflegum byggingarreit er skipt í þrjú hús sem geta orðið 1 - 3 hæðir. Hluti bygginga innan reitsins geta því orðið allt að 3 hæðir í stað 2 áður. Bætt er við heimild til að gera íbúðir á 2. - 3. hæð húsa 1 og 2. Einnig er skilmálum um bílastæði breytt og bætt við skilmálum um frágang lóðar, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf., dags. 20. júlí 2017, br. 30. ágúst 2017 og skýringaruppdrátt dags. 10. nóvember 2017. Einnig er lagt fram samþykki eigenda, mótt. 20. júlí 2017. Tillagan var auglýst frá 5. desember 2017 til og með 19. janúar 2018. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 7. febrúar 2018. Tillagan var endurauglýst frá 20. febrúar 2018 til og með 3. apríl 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ingi Jóhannes Erlingsson dags. 3. mars 2018 og Magnús Birgisson dags. 3. apríl 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. apríl 2018 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

113 Reykjavík
Landnúmer: 188525 → skrá.is
Hnitnúmer: 10092628