framkvæmdaleyfi
Tryggvagata og Naustin
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 766
20. mars, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna svæðis sem nær eftir Tryggvagötu frá gatnamótum Grófarinnar í vestri að Pósthússtræti í austri og lóðar Tollhússins. Í breytingunni felst að lóðarmörkum tollhússins eins og þau eru sýnd á lóðarblaði frá 4. júní 1993 er breytt. Á svæðinu sem breytingin nær til verða heimil 3 bílastæði fyrir hreyfihamlaða og 1 þjónustustopp fyrir rekstraraðila í Tryggvagötu. 7 bílastæði eru á lóð tollhússins, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf. dags. 13. desember 2019. Einnig er lagður fram skýringaruppdr. Landmótunar sf. dags. 28. desember 2019. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2020 til og með 12. mars 2020. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar