(fsp) breyting á deiliskipulagi
Kirkjusandur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 739
16. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. júlí 2019 var lögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf. dags 4. júlí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusandi. Breytingin felst í því að lóðamörkum er breytt lítillega til að íbúðarhús uppfylli kröfur um bílastæði innan lóðar samkvæmt uppdrætti ASK Arkitekta ehf. dags 3. júlí 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísa til skipulags- og samgönguráðs
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.