Fjölbýlishús
Snorrabraut 54
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 739
16. ágúst, 2019
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 25. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 54 við Snorrabraut. Í breytingunni felst að rampur niður í bílakjallara er færður frá suðvesturhorni nýbyggingar að Bergþórugötu (norðurhlið), tengibyggingu milli nýbyggingar og Mjólkurstöðvar bætt við og 100 fermetrum bætt við nýbyggingu. Einnig er bætt við að færsla á lögnum Veitna vegna framkvæmda er á kostnað lóðarhafa ásamt ákvæði um hornsneiðingu við bílrampa, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 28. maí 2019. Tillagan var auglýst frá 28. júní 2019 til og með 9. ágúst 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Bergþór Þórisson dags. 2. júlí 2019, Katrín Guðmundsdóttir, Sveinn Helgi Kjartansson, Kristinn Viggósson, Stefán Árni Auðólfsson, Bjartur Thorlacius, Ásta Teitsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Berglind Rós Magnúsdóttir, Hrafnkell Sigríðarson, Ellen Harpa Kristinsdóttir, Björk Ásgrímsdóttir, Björn Hrannar Björnsson, Karin Schmitz, Andri Ívarsson, Unnur Sól Ingimarsdóttir og Ewa Koprowska ódags.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.