ósk um breytingu á skilmálum deiliskipulags
Hlíðarendi, reitur I
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 852
14. janúar, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn ASK Arkitekta dags. 1. júlí 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna reita G, H og I. Í breytingunni felst að breyta lóðum G og H úr atvinnulóðum í íbúðalóðir, breyta opnu svæði til bráðabirgða í íbúðalóð,I, fjölga íbúðum og breyta bílastæðakröfum til samræmis við bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta ehf. dags. 24. júní 2021. Einnig er lagt fram samgöngumat Eflu dags. 1. október 2021. Tillagan var auglýst frá 1. desember 2021 til og með 12. janúar 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ágúst Hilmarsson dags. 2. desember 2021, Eyþór Andri Einarsson dags. 3. desember 2021, Gunnar Steinn Aðalsteinsson dags. 11. desember 2021, Guðrún Georgsdóttir dags. 6. janúar 2022, Kristín Björg Knútsdóttir dags. 6. janúar 2022, Anna Borgþórsdóttir Olsen og Pétur K. Hilmarsson dags. 10. janúar 2022, Reynir Hans Reynisson dags. 11. janúar 2022, Rósa Ólöf Ólafíudóttir dags. 11. janúar 2022, Jón Þór Ólason hrl. f.h. fasteignaeigendur á byggingarreit E við Hlíðarenda dags. 11. janúar 2022, Sigfríður Sigurðardóttir, Sigurður Haukur Magnússon, Gunnhildur Einarsdóttir og Örn Sveinsson dags. 12. janúar 2022. Einnig er lögð fram umsögn Veitna ohf. dags. 12. janúar 2022 og Umsögn fulltrúa í Íbúaráði Miðborgar og Hlíða dags. 13. janúar 2022.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.