(fsp) stækkun húss
Laugavegur 20B
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 852
14. janúar, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Páls V Bjarnasonar dags. 4. janúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5, Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir, vegna lóðarinnar nr. 20B við Laugaveg. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lóðarinnar fyrir einnar hæðar viðbyggingu við vesturhlið hússins fram að klapparstíg með þaksvölum, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf. dags. 30. desember 2021. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 20. október 2021.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.