breyting á skilmálum deiliskipulags
Faxafen 5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 696
31. ágúst, 2018
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. ágúst 2018 var lögð fram umsókn THG arkitekta ehf. dags. 5. júlí 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Skeifan - Fenin vegna lóðarinnar nr. 5 við Faxafen. Í breytingunni felst að heimilt er að gera smávægilegar breytingar á byggingum á lóðinni s.s. að gera svalir og aðlaga útlit og innra fyrirkomulag að nýrri starfsemi, svo fremri sem hún samræmist ákvæðum gildandi deiliskipulags um starfsemi á lóðinni, samkvæmt tillögu THG Arkitekta ehf. dags. 5. júlí 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Faxafeni 7.
Vakin er athygli á að umsækjandi þarf að greiða fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7.6. gr. sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

108 Reykjavík
Landnúmer: 105673 → skrá.is
Hnitnúmer: 10009687