framkvæmdaleyfi
Sægarðar - Sæbraut/Vatnagarðar
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 822
28. maí, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Faxaflóahafna sf. dags. 5. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sundahafnar norðan Vatnagarða vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Sægarða. Í breytingunni felst að færa lóðarmörk Sægarða 1 og 3 til suðausturs, stækka lóð Sægarða 3, stækka byggingarreit, hækka hámarkshæð byggingar á lóð Sægarða 1 og færa lagnaleið Veitna, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 2. október 2020. Tillagan var auglýst frá 29. janúar 2021 til og með 15. mars 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Gylfi Gunnarsson og Guðmundur R. Sigtryggsson dags. 12. mars 2021. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. mars 2021 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.