Viðbygging - Blóðbankinn
Snorrabraut 60
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 822
28. maí, 2021
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. maí 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu, mhl.02, til suðausturs við núverandi hús, mhl.01, 4-hæða fjölbýlishús með 35 íbúðum, geymslum í kjallara og verslunar- og þjónusturýmum á jarðhæð á lóð nr. 60 við Snorrabraut.
Stækkun: 3.781,6 ferm., 13.178,5 rúmm. Erindi fylgir lóðauppdráttur 1.193.4 dags. 10. september 2019, hæðablað teiknað í nóvember 2020, skýrsla verkfræðistofunnar Örugg um brunahönnun dags. 2. mars 2021 og ódagsett tafla yfir útreiknað leiðnitap byggingarhluta. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. apríl 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 12. apríl 2021. Gjald kr. 12.100
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.