breyting á deiliskipulagi
Bíldshöfði 8
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 658
17. nóvember, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Gunnlaugs Johnson, mótt. 19. september 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 8 við Bíldshöfða. Í breytingunni felst stækkun og breyting á byggingarreit svo að meðfram norður-, suður- og austurhlið meginhúss komi 4 metra breiður aukinn byggingarreitur, sem nýta má allt að 25% fyrir útbyggingar. Engin ein útbygging má vera lengri en 6 metra, að sunnanverðu verði leyfilegt að byggja allt að 6 metra háar útbyggingar og að norðan- og austanverðu verði heimilt að byggja allt að 4,5 metra háar útbyggingar, samkvæmt uppdr. Gunnlaugs Johnson, dags. 14. september 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 17. október 2017 til og með 14. nóvember 2017. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

110 Reykjavík
Landnúmer: 110667 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008072