(fsp) nýta bílastæði sem geymslu
Tryggvagata 14
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 598
19. ágúst, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Halldórssonar f.h. Tryggvagötu ehf., mótt. 3. mars 2016, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulagi reits 1.132.1, Naustareits, vegna lóðarinnar nr. 14 við Tryggvagötu. Í breytingunni felst að gerð er krafa um eitt bílastæði á hverja 120 m2 fyrir hótelstarfssemi verði ekki unnt að koma fyrir á lóðinni þeim fjölda bílastæða sem kröfur eru gerðar um skal heimilt að greiða fyrir þau stæði sem á vantar, samkvæmt tillögu Glámu/Kím ehf., dags. 2. mars 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. apríl 2016. Tillagan var auglýst frá 1. júlí 2016 til og með 12. ágúst 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Þórhallur Tryggvason, dags. 10. ágúst 2016, Húsfélag Tryggvagötu 16, dags. 10. júlí 2016 og Páll Kristjánsson hdl., dags. 11. ágúst 2016 fh. Hafna fasteignafélags.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

101 Reykjavík
Landnúmer: 100212 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023712