sótt um bílastæði hreyfihamlaða á lóð auk annars hefðbundins bílastæðis - samtals tvö bílastæði
Grandavegur 37
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 765
13. mars, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. febrúar 2020 var lögð fram umsókn Karvels Ögmundssonar dags. 21. desember 2019 ásamt tölvupósti dags. 13. febrúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grandavegar, Lýsis og S.Í.S vegna lóðarinnar nr. 37 við Grandaveg. Í breytingunni felst að rafmagnskassi/tengikassi Veitna verði fjarlægður á kostnað borgarinnar og að koma megi fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni þar af eitt bílastæði fyrir hreyfihamlaða, sbr. tölvupósti dags. 12. febrúar 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.