Bílageymsla neðanjarðar
Laugavegur 178
Síðast Synjað á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 846
19. nóvember, 2021
Synjað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. október 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 12. október 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílageymslu neðanjarðar á lóðinni Laugavegur 178. Bílastæði í geymslu 34 og á lóð 115, samtals 149 bílastæði, á lóð nr. 178 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. nóvember 2021.
Stærðir. 794,2 ferm; 2.382,6 rúmm. Erindi fylgir samkomulag eigenda dags. 27. júní 2008, eldri umsókn um byggingaleyfi sem samþykkt var þann 7. október 2008 fylgir og samþykkt eignarskipayfirlýsing frá desember 2008 með bílakjallara og álagningarseðlar fasteignagjald síðustu 11 árin. Gjald kr. 12.100
Svar

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. nóvember 2021.