(fsp) breyting á deiliskipulagi
Ármúli 7-9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 730
31. maí, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 23. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar, Hallarmúla, Ármúla og Vegmúla vegna lóðarinnar nr. 7 við Ármúla. Í breytingunni felst að tengja núverandi byggingar Ármúla 7 við rekstur hótelsins í Ármúla 9, bæta inndreginni hæð ofan á tengibyggingu, byggingarreitur við tengibyggingu verður færður inn frá Ármúla og í staðinn færist byggingarreitur út við vesturgafl þar sem ný flóttaleið verður byggð, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 23. janúar 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 25. febrúar 2019 til og með 25. mars 2019. Engar athugasemdir bárust. Erindinu var frestað á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. mars 2019 og er nú lagt fram að nýju ásamt samþykki meðlóðarhafa dags. 24. maí 2019.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.