breyting á deiliskipulagi Elliðaárdals, Stekkjarbakki
Stekkjarbakki Þ73
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 619
3. febrúar, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram lýsing deiliskipulags norðan Stekkjarbakka, þróunarsvæði Þ73, dags. 1. desember 2016. Deiliskipulagssvæðið er hluti af gildandi skipulagi Elliðaárdals og er um 17 hektarar að stærð og afmarkast af Stekkjarbakka til suðurs, Höfðabakka til austurs og göngustíg við mislægu gatnamótin við Reykjanesbraut til vesturs. Kynning stóð til og með 23. janúar 2017. Einnig er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 12. janúar 2017, umsögn Veitna ohf., dags. 20. janúar 2017, ásamt minnisblaði Veitna ohf. , dags. 24. ágúst 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 20. janúar 2017, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 23. janúar 2017 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 23. janúar 2017.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.