Ofanábygging og svalir
Baldursgata 10
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 748
25. október, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. október 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hæð úr timbri, klædda bárujárni, ofan á núverandi hús á lóð nr. 10 við Baldursgötu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir afrit í A4 af eldri samþykktum teikningum. Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 17. september 2019.
Stækkun: 98,6 ferm., 250,7 rúmm. Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Nönnugötu 4, Baldursgötu 12, 9, 7a og Urðarstíg 2 og 4.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102228 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007545