breyting á deiliskipulagi
Skipholt 29 og 29A
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 601
16. september, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn GP arkitekta ehf., mótt. 25. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.250.1, Skipholtsreits, vegna húsanna nr. 29 og 29A við Skipholt á lóð nr. 29 við Skipholt. Í breytingunni felst að hækka heimilaða hámarkshæð um 80 cm umfram það sem núgildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir og hækka heimilt nýtingarhlutfall úr 2,0 í 2,16, byggingarreitur húss nr. 29 er dýpkaður til norðurs og gerður er nýr byggingarreitur fyrir lyftu- og stigahús. Húsin mega vera 4 hæðir og skal efsta hæðin vera formuð sem þakhæð. Leyfilegt er að setja lóðrétta kvista á 2/3 hluta þakflatar og setja svalir og svalahurðar á suðurhlið og inngangshurðir á norðurhlið, samkvæmt uppdr. GP arkitekta ehf., dags. 17. mars 2016. Einnig er lagt fram bréf GP arkitekta ehf., dags. 25. nóvember 2015 og samþykki meðlóðarhafa, mótt. 23. júní 2016. Tillagan var auglýst frá 29. júlí til og með 9. september 2016. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

105 Reykjavík
Landnúmer: 103430 → skrá.is
Hnitnúmer: 10016947