Endurnýjun útveggja - breyting í mötuneyti o.fl.
Bæjarháls 1
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 689
6. júlí, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er nú lögð fram að nýju umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 7. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 1 við Bæjarháls. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir neyðarrafstöð, eldsneytistank og tvær kælivélar við hlið akstursramps austan megin við Norðurhús við lóðarmörk Réttarhálsi 2, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 4. maí 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 1. júní til og með 29. júní 2018. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar