breyting á deiliskipulagi
Grjótháls 7-11
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 625
17. mars, 2017
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Urban arkitekta ehf. , dags. 24. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðar nr. 7-11 við Grjótháls. Í breytingunni felst að færa byggingarreitinn sem samþykktur var 5. júlí 2013 upp að núverandi byggingu að Grjóthálsi 9 og fella brott 3 metra breytt sund sem er eftir húsinu endilöngu, breyta kröfu um fjölda bílastæða þannig að í stað 1 bílastæðis á hverja 100 fermetra verksmiðju, lagers og tæknirýma verði það 1 bílastæði á hverja 120 fermetra húsnæðis og að heimilt verði að nýta Þak nýbyggingar undir bílastæði, samkvæmt uppdrætti Urban arkitekta ehf. , dags. 1. febrúar 2017. Einnig lögð fram greinargerð hönnuðar, dags. 24. febrúar 2017.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Fosshálsi 13,15, 17 .19, 21.23 , 25, 27 og 29.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.

110 Reykjavík
Landnúmer: 111019 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010868