breyting á deiliskipulagi
Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 618
27. janúar, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. janúar 2017 var lögð fram tillaga Erum arkitekta, dags. desember 2016, að breytingu á deiliskipulagi Íþróttasvæðis Fylkis að Fylkisvegi 6. Í breytingunni felst að fyrirhugað er að setja fjögur 24,4 metra há ljósmöstur við keppnisvöll til að lýsa upp völlinn, merkt C1 á uppdrætti. Einnig er lagt fram bréf Gunnars Viggóssonar vegna lýsingar á gervigrasvelli Fylkis, dags. 18. janúar 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

110 Reykjavík
Landnúmer: 111277 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010135