(fsp) breyting á notkun húss
Suðurlandsbraut 16
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 729
24. maí, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. apríl 2019 var lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags. 20. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ármúla, Vegmúla og Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 16 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst að koma fyrir flóttastiga úr húsinu á austurgafli og mun byggingarreiturinn stækka sem honum nemur, færa þarf núverandi bílastæði vegna stækkunar byggingarreits og gerð er kvöð um gönguleið meðfram flóttastiga, samkvæmt uppdr. T. ark Arkitekta ehf. dags. 22. maí 2019. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa mótt. 20. mars 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Ármúla 15 og Síðumúla 1 þegar uppfærðir uppdrættir hafa borist embættinu.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.