framkvæmdaleyfi seinni áfangi
Ártúnsholt, Reykjaæð
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 575
26. febrúar, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 19. febrúar 2016 var lögð fram umsókn Veitna ohf. , mótt. 26. janúar 2016, um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar Reykjaæða við Ártúnsholt og nýs göngustígs, samkvæmr uppdr. Mannvits, dags. í janúar 2016, um endurnýju stofnlagna og uppdr. Mannvits, dags. í janúar 2016, um gönguleiðir í Ártúnsholti 2016. Einnig er lagður fram uppdr. Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 27. nóvember 2016, um kvöð um lagnir og lóðarstækkun í borgarlandi. Jafnframt er lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 17. september 2015 og bréf Veitna ofh., dags. 26. janúar 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. febrúar 2016.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. febrúar 2016. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. 5. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014 áður en framkvæmdaleyfi er útgefið.