breyting á deiliskipulagi
Grensásvegur 1
Síðast Frestað á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 587
27. maí, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Einarssonar, mótt. 9. desember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. Í breytingunni felst heimild til að byggja hótel á lóðinni, fækkun á heildarfjölda bílastæða í samræmi við breytta notkun byggingarinnar, tengibygging sem áður var tvær hæðir verður ein hæð og byggingarreitur fyrstu hæðar stækkar lítillega til suðurs, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitektar ehf., dags. 26. janúar 2016. Einnig er lagður fram skýringaruppdr. Batterísins arkitektar ehf., dags. 26. janúar 2016. Tillagan var auglýst frá 11. apríl til og með 23.maí 2016. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagt fram bréf Hverfisráð Laugardals, dags. 27. apríl 2016, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.