Bílageymslu breytt í íbúð
56">Bergþórugata 5
Síðast Synjað á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 654
20. október, 2017
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. október 2017 var lögð fram umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar, mótt. 8. október 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.2, Njálsgötureits, vegna lóðarinnar nr. 5 við Bergþórugötu. Í breytingunni felst að heimilt er að hús við götu verði þrjár hæðir með lágu risi, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf., dags. 17. október 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bergþórugötu 3, 4, 6, 6b, 7, 8, Njálsgötu 28, 30b og 32b.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 8.1 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102429 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007107