breyting á deiliskipulagi
Hverfisgata 85-91 og 93, Barónsreitur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 7 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 566
11. desember, 2015
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Halldórs Eiríkssonar arkitekts fh lóðarhafa, dags. 29. júní 2015, um breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.154.3, Barónsreits, skv. uppdráttum Tark, dags. 6. júlí 2015, síðast breyttir 24. ágúst 2015. Reiturinn afmarkast af lóðarmörkum Hverfisgötu 83 og Vitastíg í vestri, Skúlagötu til norðurs, lóðarmörkum Skúlagötu 32-34 og Barónsstíg 2-4 í austur og Hverfisgötu til suðurs. Í breytingunni felst talsverð breyting á vesturhluta reitsins. Meðal annars breytist fyrirkomulag bygginga við Skúlagötu úr þremur turnbyggingum yfir í 5-8 hæða randbyggð og eina turnbyggingu. Fyrirkomulag bygginga við Hverfisgötu breytist úr tveimur 4-5 hæða samsíða byggingum yfir í 4-5 hæða randbyggð. Tillagan var auglýst frá 29. október til og með 10. desember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Páll Ólafur Eggertz, dags. 3. desember 2015 og Kristinn Vilbergsson framkvæmdastjóri f.h. Kex hostel ehf., dags. 10. desember 2015. Einnig er lagt fram bréf Hverfisráðs Miðbæjar, dags. 20. nóvember 2015, þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

101 Reykjavík
Landnúmer: 101129 → skrá.is
Hnitnúmer: 10131870