breyting á deiliskipulagi
Lambastekkur 5-11
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 724
12. apríl, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Eggerts Antoníusar Ólafssonar dags. 25. mars 2019 um breytingu á deiliskipulagi Breiðholts I vegna lóðarinnar nr. 5-11 við Lambastekk. Í breytingunni felst að gerður verði nýr byggingarreitur fyrir viðbyggða bílgeymslu við norðurhlið húss nr. 9 við Lambastekk, notkun núverandi bílgeymslu er breytt úr bílgeymslu í vinnustofu og geymslu, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 26. febrúar 2019. Einnig er lagt fram samþykki eigenda Lambastekks 7 dags. 27. febrúar 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. apríl 2019..
Svar

Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

109 Reykjavík
Landnúmer: 111834 → skrá.is
Hnitnúmer: 10014921