breyting á deiliskipulagi
Laugavegur 143 og 145
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 641
14. júlí, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Helga Mars Hallgrímssonar, mótt. 23. júní 2017, um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar 143 og 145 við Laugaveg skv. uppdrætti Arkþings ehf., ódags. Í tillögunni felst að byggt er ofan á Laugaveg 143 og 145 og byggt er við Laugaveg 145 norðanmegin. Íbúðum er fjölgað. Við útlitshönnun skal taka mið af upphaflegum teikningum Guðmundar Guðjónssonar arkitekts frá 1928. Heimilt er að gera hóflega kvisti sem eru inndregnir a.m.k. 0,5 m frá þakbrún. Svalir mega fara allt að 1 metra út fyrir byggingarreit og lóðamörk (ofan 1. hæðar), nema á þeirri hlið er snýr til suðurs að Laugavegi. Svalir rishæðar mega þó ekki fara út fyrir byggingarreit. Gluggar skulu vera á öllum þrem hliðum viðbyggingar. Uppgefið byggingarmagn í töflu inniheldur A- og B- rými. Að öðru leyti gilda eldri skilmálar. Einnig er lagður fram samningur eigenda vegna umsóknar um deiliskipulagsbreytingu, dags. 1. október 2016.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

105 Reykjavík
Landnúmer: 102861 → skrá.is
Hnitnúmer: 10018256