breyting á skilmálum deiliskipulags
Hverfisgata 90
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 819
7. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. janúar 2021 var lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar dags. 2. desember 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.174.0 vegna lóðanna nr. 90 og 92 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst fjölgun íbúða að Hverfisgötu 90 úr hámarki 5 íbúðir í 6 íbúðir ásamt fjölgun íbúða að Hverfisgötu 92 úr hámarki 24 íbúðir í 25 íbúðir en fjölgunin kemur í stað heimildar fyrir atvinnustarfsemi á lóðunum, samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf. dags. 27. nóvember 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Atla Kristjánssonar f.h. Rauðsvíkur ehf. dags. 7. maí 2021.
Svar

Erindi er afturkallað sbr. tölvupóst f.h. Rauðsvíkur ehf., dags. 7. maí 2021.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101559 → skrá.is
Hnitnúmer: 10129295