bréf íbúaráðs Laugardals vegna erindi íbúa um skipulagsmál og umgengni
Vogabyggð svæði 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 839
1. október, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. september 2021 var lögð fram umsókn Hans Olav Andersen dags. 31. ágúst 2021 um breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 2. Í breytingunni felst að byggingareitur dreifistöðvar á Skutulstorgi er stækkaður úr 35m2 í 65m2, lögun og staðsetningu breytt og lóðarmörk fyrir reit 2-3 er breytt skv. uppdrætti Jvantspijker & partners og Teiknistofunnar Traðar dags. 27. ágúst 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.