breyting á deiliskipulagi
Koparslétta 4-8
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 839
1. október, 2021
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Grímu arkitekta ehf. dags. 23. september 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Esjumela, athafnasvæðis, vegna lóðanna nr. 4 og 6-8 Koparsléttu. Í breytingunni felst sameining lóðar 4 við lóð 6-8, sameining tveggja byggingarreita á lóðunum í einn, smávægileg færsla á legu og stærð innkeyrslu á sameinaða lóð frá Koparsléttu og krafa um mænishæð er felld niður, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta ehf. dags. 22. september 2021.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Koparsléttu 2, 3 og 10 og Gullsléttu 4.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr. og 12. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.

162 Reykjavík
Landnúmer: 204159 → skrá.is
Hnitnúmer: 10003993