breyting á deiliskipulagi
Kjalarnes, Jörfi/Norðurgrund
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 895
1. desember, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Arkþing/Nordic f.h. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14.júní 2022 er varðar breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis á Kjalarnesi. Í tillögunni felst uppbygging á íbúðarhúsnæði og nýjar lóðir skilgreindar innan íbúðarsvæðis ÍB57 skv. Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Um er að ræða fyrsta áfanga af tveimur möguleikum með allt að 81 íbúðum. Einnig eru lagðir fram deiliskipulagsuppdrættir og skuggavarp dags. 14. júní 2022. Tillagan var auglýst frá 12. október 2022 til og með 23. nóvember 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Guðfinna Ármannsdóttir dags. 14. nóvember 2022, íbúaráð Kjalarness dags. 11. nóvember 2022 og Veitur dags. 22. nóvember 2022.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.