breyting á deiliskipulagi
Háskólinn í Reykjavík
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 816
16. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. desember 2020 var lögð fram fyrirspurn Kanon arkitekta ehf. dags. 2. desember 2020 ásamt bréfi dags. 2. desember 2020 um breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík vegna lóðanna nr. 83, 85, 87 og 89 við Nauthólsveg sem felst í fjölgun íbúða um 10 úr 415 íbúðum í 425 íbúðir, fækkun byggingarreita fyrir svonefnd stakstæð hús á reit A og B úr tveimur í eitt fyrir hvorn reit, stækkun byggingarreits fyrir stakstæð hús ásamt því að leyfilegur hæðafjöldi verði þrjár hæðir í stað tveggja til þriggja hæða, á fyrstu hæð stakstæðs húss á reit B verði gert ráð fyrir félagsaðstöðu fyrir íbúðir háskólagarðanna og íbúðir deiliskipulagssvæðisins munu dreifast á reiti A, B, C í stað A, B, C og D en ekki verði gert ráð fyrir íbúðum á reit D, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 12. október 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2021.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2021 samþykkt.