Hesthús - mhl.03
Almannadalur 25-29
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 886
29. september, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. september 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hesthús á tveimur hæðum, steinsteypt burðarvirki með timburþaki, skipt upp í tvær notkunareiningar, notkunareining 03-0101 eru 8 stíur ásamt hlöðu á 1. hæð og íbúð á 2. hæð með útgengt út á svalir til suðurs, í notkunareiningu 03-0102 eru 11 stíur og hlaða á 1. hæð og íbúð á 2. hæð með útgengt út á svalir til norðurs á húsi nr. 29 á lóð nr. 25-29 við Almannadal.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.