Fjölbýlishús.
Sogavegur 73-75
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 599
26. ágúst, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Odds Kristjáns Finnbjarnarsonar, mótt. 28. ágúst 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogavegar, Vonarlands, vegna lóðanna nr. 73-75 og 77 við Sogaveg. Í breytingunni felst að rífa niður tvö hús á lóðinni nr. 73-75 við Sogaveg og byggja fjölbýlishús í stað þeirra ásamt byggingu fjölbýlishúss á óbyggðri lóð nr. 77 við Sogaveg, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. THG arkitekta ehf., dags. 24. febrúar 2016. Einnig er lögð fram fundargerð frá íbúafundi sem haldin var 31. mars 2016. Tillagan var auglýst frá 1. júlí til og með 12. ágúst 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Þorsteinn Haraldsson, dags. 11. ágúst 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 19. ágúst 2016 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.

108 Reykjavík
Landnúmer: 107823 → skrá.is
Hnitnúmer: 10067588