122 - Viðbygging ofan á dæluhús
Úlfarsbraut 122-124
Síðast Synjað á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 827
2. júlí, 2021
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júní 2021 var lögð fram umsókn Hebu Hertervig, dags. 15. júní 2021, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags útivistarsvæðis í Úlfarsárdal vegna lóðarinnar nr. 122-124 við Úlfarsbraut. Í breytingunni felst að settur er sér hæðarkóti fyrir stigahús vatnsrennibrautar, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 7. júní 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Gerðarbrunni nr. 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, og 30.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr. og 12. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.