breyting á deiliskipulagi
Elliðabraut 2
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 894
24. nóvember, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. september 2022 var lögð fram umsókn Guðmundar Odds Víðissonar dags. 30. ágúst 2022 um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 2 við Elliðabraut. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreindir verða byggingarreitir fyrir matvöruverslun, skrifstofubyggingu og fjölorkustöð, með eldsneytisdælum og rafhleðslustöðvum fyrir bifreiðar ásamt því að komið verði fyrir skjólveggi á lóðarmörkum við byggingarreit B-3, lóð verði stækkuð til norðurs og nýtingarhlutfall hækkað, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. DAP dags. 30. ágúst 2022. Einnig lagt fram mæliblað dags. 13. mars 2006. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1051/2022.

110 Reykjavík
Landnúmer: 195947 → skrá.is
Hnitnúmer: 10082415